Quantcast
Channel: Menning – Fréttatíminn
Viewing all 599 articles
Browse latest View live

Blaðamaður hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum

$
0
0

Alexijevitsj var af veðbönkum talin líklegust til að hljóta verðlaunin í ár en töluverð umræða skapaðist um það hvort hægt væri að veita verðlaun í bókmenntum fyrir blaðamennsku. Valnefndin hefur greinilega ekki látið það trufla sig og veitti Alexijevitsj verðlaunin í Stokkhólmi í hádeginu í dag, fimmtudag 8. október.

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur er ákafur aðdáandi Alexijevitsj, hefur hitt hana nokkrum sinnum og kennt verk hennar við háskólann í Strassbourg. Hún segist himinlifandi yfir verðlaunaveitingunni. „Ég veit ekki um neinn betri höfund sem er að skrifa núna,“ segir Steinunn. „Ég gæti kannski nefnt einhverja sem standa henni jafnfætis, en engan betri. Fyrir utan allt annað þá var það hún sem fann upp margradda heimildarskáldsöguform sem hvergi hefur sést áður. Hún er spesíalisti í því að hlusta, en eins og gamall blaðamaður eins og ég veit þá dugar aldrei að skrifa hrátt upp það sem fólk segir. Þótt þú sért að tala við mestu mælskusnillinga þá verður það ekki neitt neitt ef þú prentar það óbreytt. Svetlönu tekst að hlusta betur en öllum öðrum og svo tekst henni úrvinnslan á algjörlega galdrakenndan hátt. Síðast en ekki síst þá velur hún sér svo erfið og þýðingarmikil viðfangsefni að það er óviðjafnanlegt.“

Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um það hvort Alexijevitsj geti kallast blaðamaður, sumir halda því fram að þetta sé bara góð blaðamennska en Steinunn er algjörlega ósammála. „Engan veginn. Þetta er sérstök tegund af skáldsögum, hvort sem þú vilt kalla það hlustunarskáldsögu, heimildarskáldsögu eða eitthvað annað, en venjuleg blaðamennska og það sem hún er að gera eiga ekkert sameiginlegt. Hvaða „venjulegi“ blaðamaður er að blanda saman röddum fólks sem hefur lent í svipuðum hlutum? Enginn. Svetlana er skáldsagnahöfundur.“

Fyrir þá sem eru forvitnir um þennan höfund má benda á að Alexijevitsj var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík haustið 2013 og af því tilefni birtist í tímariti Máls og menningar bókarkafli úr nýjustu bók hennar. Bókin heitir á ensku Time Second Hand og bókarkaflinn heitir Bernskusaga, þýddur af Árna Bergmann.

Svetlana Alexijevitsj er 67 ára, fædd í Úkraínu, faðirinn hvítrússneskur en móðirin úkraínsk. Sem blaðamaður hefur hún lagt áherslu á viðtöl við fólk sem hefur lent í stríði og öðrum hremmingum. Fyrsta bókin hennar, Hið ókvenlega andlit stríðsins, kom út 1985. Það er safn viðtala við konur um reynslu þeirra í seinni heimsstyrjöldin, sett fram sem mónólógar kvennanna. Önnur bók úr síðari heimsstyrjöldinni inniheldur viðtöl við fólk sem þá var á barnsaldri: Síðustu vitnin. Einnig hefur hún skrifað sams konar viðtalsbækur við hermenn í stríði Sovétríkjanna í Afganistan og ýmsa aðra auk rómaðrar bókar um atburðina í Tjérnóbil. Bækur hennar hafa komið út í þýðingum í nítján löndum.

 

The post Blaðamaður hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum appeared first on Fréttatíminn.


Eins og jólaþorp í helvíti

$
0
0

****
Bubbi Morthens
Öskraðu gat á myrkrið
Mál og menning 2015

 

Bubbi Morthens hefur nú deilt lífi sínu með okkur í gegnum söngtexta í 35 ár og að óreyndu hefði maður ekki haldið að hann ætti margt eftir ósagt. Annað kemur þó í ljós við lestur fyrstu ljóðabókar hans, Öskraðu gat á myrkrið, sem kom út á dögunum. Hér er Bubbi einlægari og opnari en nokkru sinni fyrr og bókin er rússíbanareið í gegnum líf hans frá uppvexti þar sem heimilisofbeldi er snar þáttur yfir í flóttann í fíknina, móðurmissi, lífið sem frægur fíkill háður skuldbindingalausu kynlífi, klámi og aðdáun fjöldans og að lokum harða baráttu við að sigrast á fíkninni, ná tökum á lífi sínu, öskra gat á myrkrið og hleypa ljósinu inn.

Þessi ljóð eru ekki auðveld lesning, sársaukinn á köflum svo skerandi að maður fær kökk í hálsinn, en Bubbi hefur fullt vald á því sem hann er að gera og ljóðin 33 sem bókina mynda eru hnitmiðuð og snörp, þótt þessum lesanda hér þyki reyndar að enn hefði mátt skerpa og hvessa á nokkrum stöðum. Móðurmissirinn er leiðarhnoða í gegnum alla bókina og aftur og aftur skýtur upp myndinni af augunum bláu sem vatnið lokaði en það er ekki fyrr en á síðustu síðunum, sem lýsa dvöl í meðferð, sem sá sársauki er færður í þetta eina orð:

hvíslar maður orðið mamma stónd
öskrar maður orðið mamma á spítti
hlær maður að orðinu mamma á lsd
grætur maður yfir orðinu mamma í meðferð

Annar rauður þráður sem liggur í gegnum alla bókina er þráin eftir „eðlilegu“ lífi, heimili, ást, ró og því að geta verið góður pabbi. Heim, en hvar er heim? er setning sem kemur fyrir aftur og aftur en jafnvel eftir að hafa eignast heimili, ást og börn er fíkillinn ófær um að finna hamingjuna, það er fíknin sem heldur um stjórnartaumana og drepur alla drauma, konur hverfa og börnin með og aftur tekur við hringiða neyslu og svalls. Við bókarlok grillir í nýtt upphaf, endurfæðingu og nýtt líf, en undir liggur vissan um að fíknidjöfullinn liggur í leyni og getur skotið upp kolli hvenær sem er. Það vinnst aldrei fullnaðarsigur.

Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart að Bubbi kunni að búa hugsanir sínar í orð, nánast hvert einasta mannsbarn á landinu kann textabrot eftir hann og ýmsir af frösum hans eru nánast orðnar ofnotaðar klisjur, en það er munur á söngtexta og ljóði og þessi bók skipar honum í flokk skálda.

 

The post Eins og jólaþorp í helvíti appeared first on Fréttatíminn.

Bræður með trommara á milli sín

$
0
0

Djasstríóið Jónsson & More fagnar útgáfu fyrsta geisladisks tríósins, No Way Out, um þessar mundir. Diskurinn inniheldur 12 ný frumsamin lög eftir hljómsveitarmeðlimi þar sem kennir ýmissa grasa, allt frá frjálsum spuna til lagrænna og íhugulla tónsmíða en tríóið hefur verið starfrækt frá árinu 2008. Meðlimir tríósins eru trommuleikarinn Scott McLemore og bræðurnir Ólafur og Þorgrímur Jónssynir, saxófónleikari og kontrabassaleikari. Tríóið mun halda útgáfutónleika í tónleikasal Mengis í kvöld, föstudagskvöld.

No Way Out er fyrsta platan sem kemur frá djasstríóinu Jónsson & More þó allir meðlimirnir hafi unnið saman á öðrum vettvangi áður. Þeir eru allir íslensku djassáhugafólki að góðu kunnir enda verið verið virkir þátttakendur í íslensku djasslífi undanfarin ár. Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari segir þá hafa spilað fyrst saman sem tríó árið 2008. Við prófuðum að spila saman fyrst fyrir einhverjum sjö árum síðan, án þess að hafa svokölluð hljómahljóðfæri með okkur, segir Þorgrímur. Þá vorum við að spila lög eftir hina og þessa og prófa okkur áfram. Við höfum svo alltaf haldið þessu lifandi og svo var bara farið að safnast svo mikið af frumsömdu efni að við urðum að gera eitthvað meira við það, segir hann. Við eigum allir lög á plötunni. Mismörg, en leggjum allir lög í púkk.
Þorgrímur og Ólafur hafa unnið saman á mörgum sviðum, en þetta er svona það verkefni sem þeir eiga hvað mest í saman.
Við höfum auðvitað spilað heilan helling saman við hin ýmsu tækifæri og með allskonar hljómsveitum og í mörgum verkefnum, segir Þorgrímur. Það má kannski segja að þetta sé okkar fyrsta verkefni þar sem við erum báðir að stýra lagavali og semja lög og stýra upptökum og slíkt. Ásamt Scott, auðvitað, segir hann. Við eigum auðvelt með að vinna saman, held ég. Auðvitað höfum við rifist eins og hundur og köttur eins og allir bræður, en við erum vonandi orðnir nógu þroskaðir í dag til þess að láta það eiga sig. Við erum allavega farnir að hemja okkur í seinni tíð.
Scott getur róað málin ef hlutirnir fara upp í loft, segir Þorgrímur. Tónlistinni er erfitt að lýsa, segir hann. Þetta er djass-spunatónlist sem fer frá því að vera lagrænar fallegar tónsmíðar yfir í það að vera mjög frjálst flæði. Mjög heiðarleg nálgun á þessari tegund tónlistar. Við héldum tónleika á Jazzhátíð um daginn en þetta eru eiginlegir útgáfutónleikar þessarar plötu, segir hann. Okkur langar að flytja þessa tónlist víðar og stefnum á það að heimsækja helstu staði hér innanlands á næstu mánuðum, segir Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari.
Tónleikarnir í Mengi hefjast klukkan 21 í kvöld, föstudag, og opnar húsið klukkan 20. Miðaverð er 2.000 krónur og hægt verður að kaupa plötuna á staðnum.

The post Bræður með trommara á milli sín appeared first on Fréttatíminn.

Frumflutningar í 15.15

$
0
0

Duo Harpverk og Áshildur Haraldsdóttir halda tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu sunnudaginn 11. október kl. 15:15. Yfirskrift tónleikanna er Frumflutningar, en á tónleikunum munu þau frumflytja verk eftir Jónas Tómasson, bandarísku tónskáldin Jeffrey Mumford og Marti Epstein, Simon Mawhinney frá Írlandi og Gyula Csabo frá Ungverjalandi. Allt eru þetta verk skrifuð sérstaklega fyrir þau sum að frumkvæði tónskáldanna eftir að hafa heyrt tónleika Duo Harpverk.

Jónas Tómasson er íslenskum tónleikagestum góðkunnur enda hefur hann verið afkastamikið tónskáld um áraraðir og verk hans reglulega leikinn á tónleikum. Flautan er hans eigið hljóðfæri og því verður sérlega spennandi að heyra frumflutning á tríói hans skrifuðu fyrir Áshildi Haraldsdóttur og Duo Harpverk.  Bandarísku tónskáldin Jeffrey Mumford og Marti Epstein hafa bæði notið vinsælda og verk þeirra m.a. verið leikin af mörgum helstu hljómsveitum Bandaríkjanna. Tónverk þeirra fyrir Duo Harpverk skapa sérskaka stemningu hvort á sinn hátt. Jeffrey Mumford sem m.a. nam hjá Elliott Carter, skapar sinn hljóðheim með rytmísku samspili hörpu, marimbu og víbrafóns, á meðan Marti Epstein nýtir sér sérstæðari slagverkshljóðfæri s.s. steinhörpu og forvera selestunnar: dulcitone. Ungverska tónskáldið Gyula Csabo fékk spurnir af frábærum leik Duo Harpverk og skrifaði verk fyrir þau sem barst óvænt eftir krókaleiðum manna á milli. Verkið er áhrifamikið og fer nettann milliveg milli taktfastra og frjálsra þátta. Lokaverkið er kraftmikið og spennandi verk írska tónskáldsins Simon Mawhinney. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hafa verk hans verið flutt á tónlistarhátíðum víða um heim. Þegar hefur hann átt farsælt samstarf með Kolbeini Bjarnasyni og Caputhópnum.

Duo Harpverk, skipað hörpuleikaranum Katie Buckley og slagverksleikaranum Frank Aarnink var stofnað árið 2007.  Markmið Dúosins er að panta og flytja tónlist fyrir hörpu og slagverk, en frá upphafi hafa þau pantað yfir 60 verk eftir tónskáld frá Íslandi, Danmörku, Englandi, Ástralíu og Bandaríkjunum. Þótt þau hafi flutt mörg verk eftir reynd tónskáld hefur dúettinn lagt áherslu á að panta og að flytja tónlist ungra íslenskra tónskálda. Duo Harpverk hefur m.a. leikið á Myrkum Músíkdögum 2007 – 2010, Iceland Airwaves hátíðinni árið 2009, með kammersveitinni Ísafold, Kirkjulistahátíð 2010, Ung Nordisk Musik 2007, 100 ára afmælishátíð Hafnarfjarðar 2008, Sumartónleikaröð Sólheima 2008, og áður nokkra tónleikar á 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu. Dúó Harpverk hefur einnig farið í tónleikaferðir um Holland, Færeyjar, Danmörku og Bandaríkin og m.a. komið fram á tónlistarhátíðinni Open Days í Danmörku, Iceland Music Days í Hollandi, Nordic Cool í Bandiríkjunum,

og á tónlistarhátíðum vítt og breitt um Ísland. Í júní 2015 kom Harpverk fram sem einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands.  www.duoharpverk.com

Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi um áraraðir bæði sem einleikari og flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

 

Miðasala er við innganginn.

Miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn.

The post Frumflutningar í 15.15 appeared first on Fréttatíminn.

Hugmyndir Pinters um hlutverk konunnar

$
0
0

Um helgina verður leikritið Heimkoman eftir Harold Pinter frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Með aðalhlutverkin í sýningunni fara þau Ingvar E. Sigurðsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir, sem segir verkið fjalla á mjög sterkan hátt um hlutverk konunnar. Leikrit Harolds Pinters hafa mörg hver allt að því hversdagslegt yfirbragð, en í þeim býr óvenjulegur kraftur, og undir yfirborðinu leynast heiftúðug átök, kynferðisleg spenna, kúgun og ótti. Heimkoman var frumflutt árið 1965, hlaut Tonyverðlaunin sem besta leikrit ársins og er af mörgum talið magnaðasta verk Pinters.

Leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir fer með eitt aðalhlutverkanna í leikriti Harolds Pinter, Heimkomunni, sem frumsýnt er í Þjóðleikhúsinu um helgina. „Tilfinningin fyrir frumsýningunni er mjög góð, þetta er magnað verk og góður hópur“ segir hún. „ Pinter er mjög stílhreinn og það sem í fljótu bragði virðist mjög einfalt, reynist á endanum mjög flókið. Textinn er hlaðinn undirtexta svo maður þarf að halda aftur af sér og leyfa orðunum að standa,“ segir Vigdís. „Textinn þolir ekki mikið auka, og þess vegna upplifði maður það sterkt þegar við vorum að lesa verkið í byrjun, og fara svo með hann út á gólf að maður þurfti að vera mjög sparsamur. Bæði í hreyfingu sem og í því hvernig maður vildi lita textann. Þetta getur verið mjög krefjandi, af því að tilhneigingin er sú að vera eðlilegur og realískur, en Pinter var það alls ekki, það er einhver óræður og óhugnanlegur tónn í verkum hans.“

„Það er erfitt að útskýra það mikið án þess að gefa ekki of mikið upp, en mér finnst hann ráðast á viðteknar hugmyndir um konuna, í karlaheimi,“

Heimkoman segir frá Teddy, sem snýr óvænt heim á æskuheimili sitt í London með eiginkonu sinni Ruth, sem leikin er af Vigdísi, eftir að hafa kennt heimspeki við háskóla í Bandaríkjunum í sex ár. Ruth uppgötvar áður óþekktar hliðar á eiginmanni sínum þegar hún kynnist fjölskyldu hans: föður hans Max, fyrrum slátrara, föðurbróður hans Sam sem er bílstjóri, og bræðrum hans tveimur, hórmangaranum Lenny og boxaranum Joey. Þessir óhefluðu karlmenn taka að bítast um athygli Ruthar og samskiptin á heimilinu verða sífellt ofsafengnari. Vigdís segir æfingaferlið hafa verið hefðbundið, átta vikur. ,,Það eru oft ólíkar aðferðir hjá leikstjórum sem maður vinnur með, en annars er minn undirbúningur yfirleitt sá sami,“ segir hún. „Ég reyni að kryfja senurnar og skilja hennar viðbrögð í sínum aðstæðum. Pinter skrifar þetta 1965 og á þeim tíma eru miklar ólgur í samfélaginu, og ber verkið þess merki. Það fer alveg úr því að vera mjög raunverulegt yfir í það að vera nánast absúrd,“ segir Vigdís. „Það er erfitt að útskýra það mikið án þess að gefa ekki of mikið upp, en mér finnst hann ráðast á viðteknar hugmyndir um konuna, í karlaheimi,“ segir hún. „Hvernig karlar líta á konur og hvaða hlutverk henni eru ætluð. Pinter sagði sjálfur að Ruth hefði umfram aðra karaktera í leikritum hans, hreinan og óskoraðan frjálsan vilja“.Vigdís Hrefna mun einnig leika í sýningunni Hleyptu þeim rétta inn, sem byggt er á sænskri hrollvekju sem kom út fyrir nokkrum árum. Hún segist mjög spennt fyrir því verkefni. „Ég var hissa þegar ég var beðin um þetta því ég sá myndina á sínum tíma og fannst eiginlega óhugsandi að hægt væri að setja þetta á svið,“ segir hún. „Svo las ég leikritið og í grunninn er þetta saga um einmanaleika og einmana manneskjur. Leikgerðin er mjög flott og ég er mjög spennt fyrir því verkefni,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona.Heimkoman verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á laugardag og allar upplýsingar um miðasölu má finna á www.leikhusid.is

The post Hugmyndir Pinters um hlutverk konunnar appeared first on Fréttatíminn.

Partíljón kveður sér hljóðs

$
0
0

Vasapési partíljónsins er ný bók sem kom út á dögunum. Bókin inniheldur heilræði, limrur og léttmeti í bland og segir höfundurinn, Pétur Bjarnason, bókina vera hálfgerðan leiðarvísi fyrir veislustjóra.
„Ég hef í gegnum tíðina verið að fíflast við hálfgert uppistand, veislustjórn og slíkt,“ segir Pétur Bjarnason. „Það var alltaf verið að hringja í mig og fá sögur, eða slíkt sem hentaði fyrir hin ýmsu mannamót. Ég hugsaði að það væri eins gott að gera þetta almennilega í eitt skipti fyrir öll og safnaði saman þessu úrvali úr því efni sem ég hef safnað í gegnum tíðina,“ segir hann. „Lausavísur og limrur eru alltaf vinsælar, sem og svokallaðar skaupsögur. Þetta er stolið mikið til, og ég fékk leyfi hjá nokkrum en aðrir eru látnir,“ segir Pétur. „Þetta er nú oftast fengið úr opinberum heimildum.
Ég er nú eins lítið og ég get í veislustjórninni því ég nenni því ekki lengur,“ segir hann. „Aðallega bara hjá þeim sem ég þekki til. Ég ákvað að gera þetta og fyrst ég var að því þá var bara ráð að setja þetta á markað. Ég hef fengið ágætis viðbrögð við þessu og fólki finnst gaman að þessu,“ segir Pétur. „Önnur ástæða er sú að ég á tvo hillumetra af limrum og sögum og slíku, svo það er mikið til af heimildum. Ef ég er að leita að sögum fyrir eitt kvöld þá þarf að fara í gegnum 4 til 10 bækur. Í hverri bók eru nokkrar perlur og maður verður að leita. Ég mat það sem svo að í þessari bók væru mínar perlur. Ég á þrefaldan forða af þessu,“ segir Pétur Bjarnason partíljón.
Vasapési partíljónsins fæst í öllum betri bókabúðum og er það Nordic Games sem dreifir.

The post Partíljón kveður sér hljóðs appeared first on Fréttatíminn.

Arkitekt hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin í ár

$
0
0

Ragnheiður Eyjólfsdóttir arkitekt hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin í ár fyrir bók sína, Skuggasaga – Arftakinn. Þetta var tilkynnt í Hagaskóla í morgun. Verðlaunabókin er gefin út í dag.

Frá verðlaunaafhendingunni í Hagaskóla í morgun.
Frá verðlaunaafhendingunni í Hagaskóla í morgun.

Arftakinn er fyrsta verk Ragnheiðar en innblástur sækir hún í norrænar sögur og evrópskar sagnir og ævintýri. Hún er þegar komin vel á veg með næstu sögu um Sögu og Baldur, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Forlagsins.

Að mati dómnefndar er Arftakinn metnaðarfull og spennandi saga sem jafnast á við bestu furðusögur sem skrifaðar hafa verið á íslensku.

Ragnheiður Eyjólfsdóttir.
Ragnheiður Eyjólfsdóttir.

Svona er bókinni lýst í fréttatilkynningu: Enginn tekur eftir Sögu. Þannig hefur það alltaf verið. Hún sér líka hluti sem enginn annar sér en er löngu búin að læra að þegja yfir því. Eftir að húshjálpin í kjallaranum hverfur sporlaust og í hennar stað birtist skuggalegur óvættur fær Saga loks skýringu á því hvers vegna hún er öðruvísi en aðrir. En það er skýring sem erfitt er að horfast í augu við og um leið upphafið að ótrúlegu ævintýri.

Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka var stofnaður 30. janúar 1985 í tilefni af sjötugsafmæli Ármanns Kr. Einarssonar rithöfundar (1915–1999) og eru nú veitt í 29. sinn. Að sjóðnum standa fjölskylda Ármanns, bókaútgáfan Vaka-Helgafell, nú innan vébanda Forlagsins, IBBY á Íslandi og Barnavinafélagið Sumargjöf. Fulltrúar þessara aðila skipa dómnefnd sem velur úr handritum en einnig eru í henni hverju sinni tveir grunnskólanemar, fulltrúar lesenda. Að þessu sinni komu þeir úr Hagaskóla í Reykjavík og færir verðlaunasjóðurinn þeim og skólanum kærar þakkir fyrir dýrmæta aðstoð. Megintilgangur sjóðsins er að örva fólk til að skrifa fyrir börn og unglinga og stuðla þannig að auknu framboði úrvalslesefnis fyrir æsku landsins. Sjóðurinn efnir árlega til samkeppni um Íslensku barnabókaverðlaunin sem veitt eru fyrir það handrit sem dómnefnd þykir best hverju sinni.

skuggasaga_arftakinn

The post Arkitekt hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin í ár appeared first on Fréttatíminn.

Ingvar E hefur leikið í 22% íslenskra kvikmynda frá 1992

$
0
0

22% allra íslenskra mynda

Ingvar er sennilega sá íslenski leikari sem leikið hefur í flestum kvikmyndum. Svo ötull hefur hann verið að sumir hafa grínast með að ekki sé gerð mynd hér á landi án Ingvars. Það er ekki alveg rétt en því er ekki að neita að Ingvar hefur verið afar duglegur.

Hann lék í sinni fyrstu mynd, Ingaló, árið 1992 og á þeim 24 árum sem síðan eru liðin hefur hann leikið í 31 íslenskri kvikmynd. Á þeim tíma hefur verið gerð 141 kvikmynd hér á landi.

TIFF Press Conference For 'Beowulf & Grendel'

Það þýðir að Ingvar hefur leikið í 22% allra kvikmynda sem gerðar hafa hér undanfarin 24 ár. Ef tekið er tillit til þess að Ingvar er frábær leikari og velur hlutverk sín greinilega af kostgæfni gæti þetta hlutfall verið mun hærra. Það kemur nefnilega í ljós að ótrúlegustu myndir hafa verið gerðar hér á landi síðasta aldarfjórðunginn. En það er nú önnur saga.

Hófleg og hæfileg útrás

Auk þess að leika í meira en einni íslenskri kvikmynd á ári að meðaltali hefur Ingvar einnig tekið að sér hlutverk í erlendum myndum. Nú síðast Everest en einnig K-19: The Widowmaker og grínmyndinni One Night in Istanbul þar sem hann leikur Tyrkjann Altan, en myndin fjallar um sigur Liverpool í Meistaradeildinni fyrir áratug. Þá er nýbúið að frumsýna norsku myndina Dirk Ohm – Illusjonisten som forsvant sem Ingvar leikur í auk þess sem hann fer með hlutverk í síðustu mynd Sólveigar Anspach.

Ingvar með Sigurjóni Sighvatssyni framleiðanda og Peter Sarsgaardá frumsýningu K19: The Widowmaker í New York árið 2002. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty
Ingvar með Sigurjóni Sighvatssyni framleiðanda og Peter Sarsgaard á frumsýningu K19: The Widowmaker í New York árið 2002. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

25 ára ferill

Þrátt fyrir mikla velgengni í kvikmyndum hefur Ingvar alltaf verið trúr leikhúsinu. Á 25 ára ferli hefur hann leikið mörg stór hlutverk í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu auk þess sem hann var einn af stofnendum Vesturports og hefur tekið þátt í mörgum verkefnum leikhópsins. Má þar nefna Brim, Hamskiptin, Rómeó og Júlíu og Woyzeck.

Í Þjóðleikhúsinu hefur hann leikið í verkum á borð við Afmælisveisluna, Listaverkið (2011 og 1997), Íslandsklukkuna, Sólarferð og Pétur Gaut (2006 og 1991). Auk þess má nefna Öxina og jörðina, Sjálfstætt fólk, Gauragang og Tröllakirkju.

Í Borgarleikhúsinu hefur hann til dæmis leikið í Ofviðrinu, Jeppa á Fjalli og Kabarett. Þá lék Ingvar hjá Þjóðleikhúsi Frakklands í Nice hlutverk Péturs Gauts í samnefndu leikriti eftir Henrik Ibsen í leikstjórn Irinu Brook.

7 Eddur og 2 Grímur

Ingvar er vitaskuld margverðlaunaður fyrir störf sín. Hann hefur sjö sinnum hlotið Edduna og Grímuna tvisvar auk fjölda tilnefninga. Þá hlaut Ingvar Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 2000.

Heimildir: Kvikmyndamiðstöð Íslands, Þjóðleikhúsið, Imdb.com, Wikipedia. Við útreikning á íslenskum myndum Ingvars var stuðst við lista yfir íslenskar myndir á vef Kvikmyndamiðstöðvar en nokkrum myndum sleppt, erlendum myndum og myndum sem skörtuðu engum íslenskum leikurum.

The post Ingvar E hefur leikið í 22% íslenskra kvikmynda frá 1992 appeared first on Fréttatíminn.


Ragnar hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

$
0
0

Ragnar Helgi las heimspeki við Háskóla Íslands og lagði síðar stund á nám í myndlist í Frakklandi. Hann hefur síðastliðin ár unnið að myndlist og sýnt verk sín víða um heim, meðfram því að sinna grafískri hönnun og kennslu auk þess að spila með ýmsum hljómsveitum. Hann er annar forsvarsmanna Tunglsins forlags og situr auk þess í ritstjórn tímaritraðarinnar 1005 og veftímaritsins Skíðblaðnis. ,,Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í sam­tíma sínum“ er þriðja bók Ragnars, en áður hef­ur hann sent frá sér skáldsöguna ,,Bréf frá Bútan“ og smásagnasafnið ,,Fund­ur útvarpsráðs þann 14. mars 1984 og áhrif hans á kyn­verund drengsins og fleiri sögur“.

Alls bárust dómnefnd verðlaunanna 48 handrit. Í dómnefnd sátu Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Bjarni Bjarnason og Páll Valsson formaður nefndarinnar.

The post Ragnar hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar appeared first on Fréttatíminn.

Þrjár bækur Ragnars Jónassonar seldar til Bretlands

$
0
0

Í fréttatilkynningu frá bókaforlaginu Veröld kemurfram að fyrsta bókin í syrpunni, Snjóblinda, kom út á ensku í vor og náði efsta sæti á metsölulista Amazon yfir rafbækur, bæði í Bretlandi og Ástralíu. Önnur bókin, Náttblinda, er væntanleg á ensku fyrir jólin.

Útgáfuréttur að Snjóblindu var fyrr á árinu seldur til bandaríska risaforlagsins St. Martin’s Press og þá kom Snjóblinda jafnframt út á dögunum í Póllandi.

Ný spennubók eftir Ragnar, Dimma, kemur út síðar í þessum mánuði, en þar er hann á nýjum slóðum og hefur sagt skilið við Siglufjörð í bili.

Karen Sullivan, útgefandi hjá Orenda Books hefur þetta að segja um Ragnar og bækur hans:

Ragnar’s debut crime thriller Snowblind, has been a massive success for Orenda, topping the Kindle charts for over a week, and selling strongly in print, and we are honoured to have had the opportunity to introduce this wonderful author to English readers.

With the second in the series, Nightblind, published in December, it seems the right time to commit to the series, which cleverly and quite beautifully updates the traditional Golden Age mystery to create a series of tightly plotted, atmospheric, chilling and almost timeless whodunits. Quentin Bates will continue to translate Ragnar’s upcoming works.

Ragnar has been a joy to work with, and our plan to grow authors with our fledgling company has been more than realised here. He’s an exceptional and imaginative crime writer, as the multitude of reviews has confirmed.

Sjá einnig: Breskur útgefandi segir lesendur Ragnars óseðjandi.

The post Þrjár bækur Ragnars Jónassonar seldar til Bretlands appeared first on Fréttatíminn.

Skora á Myndform að sýna Suffragette

$
0
0

Íslenskar kvenréttindakonur eru óhressar með að Myndform skuli ekki hafa ákveðið hvort kvikmyndin Suffragette, sem segir sögu baráttu breskra kvenna fyrir kosningarétti, verði sýnd hér á landi. Hafin er undirskriftarsöfnun á vefsíðunni change.org þar sem skorað er á Myndform að setja myndina í sýningar hér, ekki síst vegna 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna.
„Við trúum ekki öðru en að það sé mikill áhugi fyrir því að fá myndina í íslensk kvikmyndahús. Þá sérstaklega í ljósi þeirrar miklu femínísku vitundarvakningar á liðnu ári, sem og í ljósi þess að í ár fögnum við því að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt,“ segir þar. Að undirskriftasöfnuninni standa Femínistafélag Háskóla Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Femínistafélag Íslands og femíníska vefritið Knúzið.

 

The post Skora á Myndform að sýna Suffragette appeared first on Fréttatíminn.

Allt í kringum bókaútgáfu er leiðinlegt

$
0
0

Snæbjörn Ragnarsson, eða Bibbi eins og hann er kallaður, er maður margra andlita. Hann spilar þungarokk með Skálmöld og treður þess á milli upp með skemmtisveitinn Ljótu hálfvitunum. Meðfram músíkinni og vinnu á auglýsingastofu er Bibbi að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu og fóta sig í nýju hlutverki – en hann varð faðir í fyrsta sinn í ár, 37 ára gamall.

Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi, er þekktur sem bassaleikarinn í þungarokkssveitinni Skálmöld. Einn Ljótra hálfvita, hann er ný orðinn faðir í fyrsta sinn, vinnur á auglýsingastofu og nú fyrir jólin kemur út hans fyrsta skáldsaga, Gerill. Bibbi hefur gaman af því að rífa kjaft, eins og hann orðar það, og segir það enga pressu á sér að gefa út eitthvert meistarastykki.
„Ég hafði alveg hugsað um það áður að skrifa bók,“ segir Bibbi um þá hugmynd að skrifa skáldsögu. „Það var samt oft langt frá þeirri hugsun að láta verða af því. Mér hefur alltaf vaxið þetta mjög í augum hvað þetta eru mörg orð,“ segir hann. „Í fyrsta sinn sem ég hugsaði um að gera þetta af alvöru, var þegar ég var búinn að blogga eftir þessa Skálmaldartúra erlendis. Ég fór að taka þetta saman og sá hvað það var ógeðslega mikið af efni. Ég hafði skrifað einhver þúsund orð á dag og ég áttaði mig á því að það væri hægt. Svo hafði ég alltaf verið með einhverjar sögur í hausnum. Skálmaldartextarnir eru sögur og ég hef skrifað fullt af sögum. Það sem verður til þess að þetta verður að veruleika er það að ég var að vinna fyrir einhverja bókaútgáfu á auglýsingastofunni sem ég vinn á,“ segir hann en Bibbi vinnur hjá PIPAR/TBWA.

„Mér fannst allt í kringum bókaútgáfu vera svo leiðinlegt. Allt í kringum bókaútgáfu er mjög leiðinlegt, allavega fyrir athyglissjúkan mann eins og mig. Höfundur skrifar einhverja bók á hálfu ári. Gefur hana út. Les upp úr bókinni og skrifar í hana og fer svo heim og bíður. Ég er vanari því að fara að spila á tónleikum og gera allan fjandann í tengslum við útgáfu. Höfundur veit ekkert hvað fólki finnst um bókina. Tónlistin er áþreifanlegri,“ segir Bibbi.
„Ég ákvað því með sjálfum mér að ef ég mundi gefa út bók þá mundi ég skrifa bók með tónlist í. Ég mundi búa til tónlistina og gefa hana út samhliða bókinni, halda tónleika og gera allskonar tengt því. Ég aulaði þessu út úr mér við Kidda, umboðsmann Skálmaldar, og daginn eftir var ég kominn með bókasamning, án þess að vita um hvað bókin átti að vera.“

Ítarlegt viðtal við Bibba, er í Fréttatímanum um helgina.

The post Allt í kringum bókaútgáfu er leiðinlegt appeared first on Fréttatíminn.

Hundskemmtileg þeysireið

$
0
0

****
Hundadagar
Einar Már Guðmundsson
Mál og menning 2015

 

 

Það eru engir smákarlar sem Einar Már Guðmundsson teflir fram í nýjustu skáldsögu sinni Hundadögum. Hér eru þeir ljóslifandi í aðalhlutverkum, hvor á sinni tíð, þeir Jón Steingrímsson eldklerkur og Jörgen Jörgensen, Jörundur hundadagakonungur. Lengi framan af er reyndar óljóst hvað sögur þeirra hafa hvor með aðra að gera, en eins og við á að éta í góðri sögu skýrist það nú á endanum og sagan smellur saman sem ein heild. Ansi hreint hressandi, krassandi og skemmtileg heild, meira að segja.
Einar Már er hér í essinu sínu. Hann er að segja sögur eins og sögur hafa alltaf verið sagðar á Íslandi, með endalausum útúrdúrum, krókaleiðum og blindgötum og það er greinilegt að hann hefur sjálfur skemmt sér í drep við að skrifa þetta. Hér ægir öllu saman, aldarfarslýsingum, matseðlum, ástaraunum, byltingum, Napóleonsstríðunum, Ástralíu, Englandi, Danmörku, Tasmaníu, Tahítí og Íslandi og það er stokkið fram og aftur í tíma eins og hendi sé veifað. Skyndilega er lesandinn staddur í miðri búsáhaldabyltingu ársins 2009 þegar hann heldur að hann sé á kafi í „byltingu“ Jörundar árið 1809. Svo er kannski allt í einu farið að ræða meintan dauða Elvis Presley, eða vitna í Stein Steinarr eða Ófeig Sigurðsson og mann hreinlega svimar af því að reyna að ná utan um hamaganginn. Allt meikar þetta þó fullkominn sens innan ramma sögunnar, breikkar hana og víkkar og tengir beint inn í samtímann.
Um þá báða, Jón eldklerk og Jörund hundadagakonung, hafa verið skrifaðar fjölmargar bækur, fyrir nú utan það að báðir festu þeir eigin sögu á blöð, en hér er eins og maður sé að mæta þeim í fyrsta sinn svo sprelllifandi og þrívíðir eru þeir. Saga Finns Magnússonar, sem einnig verður hluti af sögu þeirra beggja, er ekki eins sannfærandi og það er eiginlega ekki fyrr en á síðustu síðunum sem maður skilur hvað hann er að vilja upp á dekk. En þá skilur maður líka, auðvitað, að án hans sögu hefði tengingin milli Jóns og Jörundar farið fyrir lítið. Mest hrífa mann þó sögur þriggja ástkvenna Jörundar, Guðrúnar Johnson, Mariu Fraser og Noru Corbett og það eru þær sem maður saknar að fá ekki að kynnast betur á þessum síðum. Hvernig væri að einhver tæki sér fyrir hendur að skrá þeirra lífshlaup í skáldsögu?
Ég byrjaði á því að segja að hér væri engum smákörlum teflt fram, enda stórkarlar báðir þeir Jón og Jörundur hvernig sem á þá er litið, og í samræmi við söguefnið er stíllinn stórkarlalegur og næstum hortugur á köflum sem enn eykur skemmtigildi sögunnar. Ég held svei mér þá að Einar Már hafi ekki skrifað betri bók en þessa síðan hann setti síðasta punktinn í Engla alheimsins.

 

The post Hundskemmtileg þeysireið appeared first on Fréttatíminn.

Smásagnasafn í ljóðum

$
0
0

Tveir Elvis Presley aðdáendur og fleiri sonnettur nefnist ný ljóðabók Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, sem segist gagntekinn af bæði því kómíska og tragíska í samskiptum fólks.

 

Tveir Elvis Presley aðdáendur og fleiri sonnettur er fyrsta ljóðabók Kristjáns Þórðar síðan árið 1997, hvað olli þessari löngu meðgöngu? „Það bara tekur mig mjög langan tíma að yrkja,“ segir Kristján, „Hið háttbundna ljóðform er mjög kröfuhart. En svo hafa skáldsagna- og leikritaskrif líka átt hug minn á þessu tímabili. Ég þarf að liggja yfir ljóðunum lengi áður en mér finnst ég geta sent þau frá mér. Sumir höfundar geta unnið hratt með góðum árangri en ég þarf mikinn tíma. Í öllum þessum ljóðum er saga sem mig langar að segja, einhverjar mannlegar aðstæður eða mannleg reynsla sem mig langar að taka fyrir og ég velti því lengi fyrir mér hvernig mig langar að gera hverju yrkisefni skil. Ég skrifa niður punkta og vangaveltur og það má kannski segja að ég vinni hvert ljóð svolítið eins og smásagnahöfundur áður en ég fer að yrkja. Hvert ljóð er sjálfstæður heimur, sjálfstæð saga, þannig að í rauninni er þetta smásagnasafn í ljóðum.“

Órökrétt og blind öfl

Megin yrkisefnið í bókinni er samskipti fólks og Kristján segir það efni alltaf hafa heillað sig. „Ég held það sé mjög sterk vitund í bókinni um hina harmrænni þætti tilverunnar, hinn mannlega ófullkomleika ef svo má segja, en ég held líka að bókin miðli sterkri tilfinningu fyrir trú á möguleika mannsins til að upplifa gleði og hamingju. Þetta eru svona mannlífsstúdíur frekar en bein tilfinningaleg tjáning. Mörg ljóðin eru tragíkómísk, hið harmræna og kómíska blandast saman í bókinni eins og vitaskuld í mannlífinu. Þannig að það er húmor í bókinni líka.“
Erfið samskipti fólks hafa lengi verið Kristjáni hugleikin, bæði í ljóðum hans, leikritum og skáldsögum, finnst honum svona flókið að umgangast annað fólk? „Ég held að mannleg samskipti séu yfirleitt flókin og skrýtin, eins og þau geta verið auðgandi og gefandi, einfaldlega vegna þess að það er svo mikið af órökréttum og blindum öflum í manneskjunni. Vitundarlíf manneskjunnar er yfirleitt miklu margþættara en daglegt líf hennar, við erum uppfull af draumum, löngunum, þrám og áætlunum, en líka persónulegum áhyggjum og sársauka. Skáldskapurinn er leið til þess að öðlast sýn á þennan innri heim okkar. Sum ljóðin í þessari bók eru í raun lofgjörð til bókmenntanna því ég hef alltaf haft mikla ást á bókmenntum og held að lestur á þeim sé einhver sú dásamlegasta andlega iðkun sem fyrirfinnst.“

Hörðustu orrusturnar í eigin sálarlífi

Hér stoppa ég Kristján af og bendi honum á að spurningin hafi verið hvort honum persónulega fyndust samskipti erfið og flókin. „Allir sem hafa öðlast einhverja lífsreynslu hljóta einhvern tímann að hafa upplifað flókin og erfið samskipti. Það að vera skáld snýst að miklu leyti um að setja sig inn í tilfinningalíf annarra og það er það sem gerist innra með fólki sem alltaf hefur höfðað mest til mín. Það er oft í eigin sálarlífi sem einstaklingurinn háir sínar hörðustu orrustur.“

Pólitísk bók undir niðri

Skáldsagan Hinir sterku sem kom út 2005 var mjög pólitískt verk fjallaði á gagnrýninn hátt um nýfrjálshyggjuna, einstaklingshyggjuna og tómhyggjuna í samfélaginu, var nokkurs konar fyrir hruns bók, en það fer ekki mikið fyrir pólitík í nýju bókinni, er það?. „Ekki beint, nei, en ég er nú samt að fjalla um ýmsa þætti sem hafa áhrif á samfélagið, eins og græðgi, óbilgirni, mannlega samkennd og leit fólks að tilgangi og merkingu í lífinu. Þannig að þótt pólitíkin sé kannski ekki á yfirborðinu þá er þarna tekist á við öfl sem leika stórt hlutverk í lífi fólks og þar með í samfélaginu.“ Átján ár eru ansi langur tími milli ljóðabóka, er ljóðskáldið komið til baka eða hefur það vikið fyrir leikskáldinu og skáldsagnahöfundinum? „Ljóðskáldið er komið til baka, en ég er líka með í smíðum á ólíkum vinnslustigum leikrit og skáldsögu.“

The post Smásagnasafn í ljóðum appeared first on Fréttatíminn.

Sex bækur á fimmtán árum

$
0
0

Snæbjörn Ragnarsson, eða Bibbi eins og hann er kallaður, er maður margra andlita. Hann spilar þungarokk með Skálmöld og treður þess á milli upp með skemmtisveitinn Ljótu hálfvitunum. Meðfram músíkinni og vinnu á auglýsingastofu er Bibbi að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu og fóta sig í nýju hlutverki – en hann varð faðir í fyrsta sinn í ár, 37 ára gamall.

Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi, er þekktur sem bassaleikarinn í þungarokkssveitinni Skálmöld. Einn Ljótra hálfvita, hann er ný orðinn faðir í fyrsta sinn, vinnur á auglýsingastofu og nú fyrir jólin kemur út hans fyrsta skáldsaga, Gerill. Bibbi hefur gaman af því að rífa kjaft, eins og hann orðar það, og segir það enga pressu á sér að gefa út eitthvert meistarastykki.
„Ég hafði alveg hugsað um það áður að skrifa bók,“ segir Bibbi um þá hugmynd að skrifa skáldsögu. „Það var samt oft langt frá þeirri hugsun að láta verða af því. Mér hefur alltaf vaxið þetta mjög í augum hvað þetta eru mörg orð,“ segir hann. „Í fyrsta sinn sem ég hugsaði um að gera þetta af alvöru, var þegar ég var búinn að blogga eftir þessa Skálmaldartúra erlendis. Ég fór að taka þetta saman og sá hvað það var ógeðslega mikið af efni. Ég hafði skrifað einhver þúsund orð á dag og ég áttaði mig á því að það væri hægt. Svo hafði ég alltaf verið með einhverjar sögur í hausnum. Skálmaldartextarnir eru sögur og ég hef skrifað fullt af sögum. Það sem verður til þess að þetta verður að veruleika er það að ég var að vinna fyrir einhverja bókaútgáfu á auglýsingastofunni sem ég vinn á,“ segir hann en Bibbi vinnur hjá PIPAR/TBWA.

Bibbi er alinn upp á Húsavík og er elstur þriggja systkina. Baldur bróðir hans er með honum í Skálmöld og Ljótu hálfvitunum og fengu þeir ósköp eðlilegt uppeldi, eins og hann orðar það. Það var þó mikið lagt upp úr því að tala gott mál en pressan um það að fara í tónlist var engin, þrátt fyrir að faðir þeirra hafi verið tónlistarkennari.
„Ég skrifaði aldrei mikið en ég rifjaði það samt upp um daginn að ég skrifaði sögu þegar ég var átta ára gamall,“ segir hann. „Alvöru sögu með framvindu og söguþræði. Svo hef ég ekkert verið mikið í því að skrifa. Ég datt inn í það að skrifa fyrir sjónvarpið fyrir nokkrum árum, þegar hálfvitafélagar mínir voru að skrifa fyrir Stundina okkar. Það kveikti í mér að halda því áfram,“ segir hann.
„Ég skrifaði einhver leikrit sem hafa verið sýnd úti um allt. Mikið af barnaleikritum og fannst alltaf gaman að segja sögu. Mikið af hálfvitatextunum eru sögur með framvindu. Mér finnst gaman að búa til karaktera og aðstæður en ég les mjög lítið,“ segir Bibbi. „Ég er nýbyrjaður að lesa bækur upp á nýtt. Ætli ég hafi ekki lesið svona sex bækur á síðustu fimmtán árum. Ég les þeim mun meira af teiknimyndasögum, sem eru bókmenntir út af fyrir sig. Síðustu jól settist ég niður og las Sjálfstætt fólk. Ég þurfti að gera það á hnefanum, og mér fannst hún frábær. Mér finnst samt svona lestur mjög óyfirstíganlegur. Þetta eru allt of margar blaðsíður, maður,“ segir Bibbi. „Þess vegna var það mikil áskorun fyrir mig að skrifa bók.“

Ítarlegt viðtal við Bibba er í Fréttatímanum um helgina

The post Sex bækur á fimmtán árum appeared first on Fréttatíminn.


Drukkið fólk er ekki með húmor

$
0
0

Leikarinn og uppistandarinn Þorsteinn Guðmundsson venti sínu kvæði í kross á dögunum og skráði sig í sálfræðinám við Háskóla Íslands. Hann segir sálfræðina tengjast starfi leikarans mjög náið og hans von er að geta nýtt sér sálfræðina í sínu starfi sem uppistandari og námskeiðahaldari. Þorsteinn hefur undanfarið haldið nokkur uppistandsnámskeið í Þjóðleikhúsinu en er ekki smeykur um að kenna fólki öll trixin. Allir geti verið fyndnir á sinn hátt.

„Já, ég er kominn í nám,“ segir Þorsteinn Guðmundsson. „Ég byrjaði í sálfræði í HÍ haust. Það er búinn að vera gamall draumur að fara í eitthvert nám og ég var að velta því fyrir mér hvað ég ætti að velja. Ég var næstum því farinn í sögu eða þjóðfræði sem mér finnst spennandi,“ segir hann. „Svo varð sálfræðin ofan á vegna þess að hún tengist öllu sem ég er að gera. Öllum pælingunum, ritstörfunum og uppistandinu og það er alltaf þessi hugsun um hvernig manneskjan tikkar. Ég er í þessu núna og sé svo bara til,“ segir Þorsteinn. „Þetta er svolítið „heavy“. Ég er í fullu námi og fullri vinnu og það kemur í ljós hvort ég tek þetta í áföngum eða keyri þetta í gegn.“

Ekki allir með sama húmor

Þorsteinn hefur um árabil verið einn vinsælasti uppistandari landsins. Hann skemmtir ekki bara á hinum hefðbundnu samkomum heldur hefur hann fært sig mikið inn í fyrirtækin þar sem hann er fenginn til þess að létta andann og tala við hina ýmsu hópa. „Uppistandið hefur verið mín aðal vinna í mörg ár,“ segir hann. „Stundum eitthvað með auðvitað, en núna er það nánast eingöngu uppistandið. Svo eru það þessi uppistandsnámskeið sem ég hef verið með og verð áfram. Ég verð með einhver tvö til þrjú í vetur og það fyllist mikið til fyrirfram. Maður kennir uppistand þannig að þetta er samvinna,“ segir Þorsteinn. „Manneskjan kemur inn með sínar sögur og sína brandara og ég hjálpa henni að koma þeim á framfæri. Þetta er svipað og að vera leikstjóri. Láta manneskjuna koma vel út og segja hvernig hún á að standa,“ segir hann. „Móta sögurnar og brandarana með þeim og svo kynni ég stefnur í uppistandi fyrir þeim. Fólk hefur yfirleitt klisjukennda mynd af uppistandi í huganum og þegar maður hefur kynnt fyrir fólki mismunandi stefnur, þá er það tilbúnara til að vera það sjálft.
Þetta hefur verið mjög skemmtilegt, einnig fyrir mig, og ég hef lært mikið á þessu sjálfur,“ segir Þorsteinn. „Ef einhver sem kemur á námskeiðið er svo ekkert fyndinn, þá er það ekki mitt vandamál, en það hefur nú ekki gerst ennþá. Húmor er nú samt þannig að sami húmorinn er ekki fyrir alla. Ég hef upplifað það að vera með manneskju á námskeiði og hugsað: „Þetta verður erfitt.“ Svo á lokasýningunni er fólk sem veltist um og þá er maður bara með annan húmor,“ segir Þorsteinn. „Ég er annars bara að leiðbeina. Það eru margar týpur til af uppistandi. Það hjálpar samt alltaf ef uppistand er mótað á persónulegan hátt af aðilanum sem fer með það, það er samt engin regla.“

„Ég meika samt ekki pólitík og trúmál. Þessi tvö efni á aldrei að tala um í partíum og þau henta mér ekki í uppistandi.“

Norm að vera á skjön

Uppistandarinn er alltaf að skrifa og segir Þorsteinn það nauðsynlegan part af starfinu. „Ég er alltaf að skrifa eitthvað, þó ég noti auðvitað ekki allt,“ segir hann. „Ég gæti fyllt nokkra klukkutíma með því efni sem ég á í tölvunni. Þegar ég fer hins vegar á svið þá líður mér stundum eins og ég nái varla að slefa upp í korter sem auðvitað er ekki reyndin. Sumt efni á bara við á sumum stöðum og annað ekki. Kikkið er að búa til nýtt efni, og bjóða upp á eitthvað nýtt. Ég meika samt ekki pólitík og trúmál. Þessi tvö efni á aldrei að tala um í partíum og þau henta mér ekki í uppistandi.“ segir hann. „Auðvitað gera sumir það vel, en ég geri það ekki.
Ég hef voða gaman af vísindafréttum. Stundum heldur fólk að ég sé að bulla en mér finnst þetta áhugavert. Ég las um daginn um konu sem lét græða auka stofnfrumur í sig og henni fór að vaxa nef á bakinu. Þetta er svolítið minn húmor,“ segir hann. „Eitthvað óvenjulegt en um leið áhugavert. Ég hélt að ég væri á skjön, en ég er búinn að vera það lengi í þessu að ég hef áttað mig á því að það eru ansi margir á skjön. Kannski er það meira norm. Mörgum finnst að uppistand eigi bara að vera um samskipti kynjanna og einhverjar rúm-senur, sem mér finnst alveg svakalega leiðinlegt,“ segir Þorsteinn. „Ég hef alveg skoðanir á pólitík en ég er ekki á því að þær eigi að rata í mitt prógram.“

„Ungt fólk er að gera bíómyndir sem er ekki einu sinni borgað fyrir,“ segir hann. „Myndir þar sem allir hafa gefið vinnu sína. Það er ekki góð þróun, enda eru sorglega fáir sem fara í bíó. Það er ekki bara því að kenna að fólk nennir ekki í bíó, það er líka vegna þess að myndirnar höfða ekki til fólks. Það er eitthvað skrýtið við þá stöðu.“

Staða bíómynda skrýtin

„Ég er að skemmta nokkrum sinnum í viku og þannig hefur það verið lengi,“ segir Þorsteinn. „Það sem ég hef samt mest gaman af er að koma inn í fyrirtæki og vera með uppistand í hádeginu. Ég bjó til nýtt prógram sem ég kalla Vinnustaðavítamín, setti það á heimasíðuna mína og fólk byrjaði strax að hafa samband. Þetta finnst mér miklu skemmtilegra en að vera að skemmta á einhverjum börum,“ segir hann. „Það er enginn að hlusta á þessum börum, og erfitt að halda athygli fólks. Drukkið fólk er ekki með rænu, og þar af leiðandi ekki með húmor,“ segir Þorsteinn. „Ef ég fæ boð um það að koma í fyrirtæki með góðum fyrirvara þá næ ég að setja mig aðeins inn í það starf sem á sér stað þar. Ásamt því að fara í almennar pælingar um lífið og tilveruna. Ég skipti efni hægt út og er með svona tvö prógrömm á ári, en það er allur gangur á því. Sumt lifir lengur en annað,“ segir hann.

Þorsteinn var áberandi leikari áður en hann fór að einbeita sér að uppistandi en segist þó ekki vera hættur að leika. „Þetta hefur nú bara æxlast svona,“ segir hann. „Ég var reyndar að frumsýna myndina „Humarsúpa innifalin“ á Riff um daginn með Styrmi Sigurðssyni leikstjóra. Hún verður sýnd á RÚV í vetur og við Styrmir erum að þróa nýtt verkefni þannig að ég þarf ekki að kvarta. En það hentar mér ekkert allt. Sumt passar maður bara ekkert inn í og hefur kannski ekki áhuga á. Eins og allir þessi sakamálaþættir. Ungt fólk er að gera bíómyndir sem er ekki einu sinni borgað fyrir,“ segir hann. „Myndir þar sem allir hafa gefið vinnu sína. Það er ekki góð þróun, enda eru sorglega fáir sem fara í bíó. Það er ekki bara því að kenna að fólk nennir ekki í bíó, það er líka vegna þess að myndirnar höfða ekki til fólks. Það er eitthvað skrýtið við þá stöðu. Við þurfum að hugsa okkar gang í þessu,“ segir hann. „Ég sé þennan bransa tvískiptan; það er annars vegar Balti og félagar sem eru að byggja upp „kvikmyndaiðnað“ og allt í góðu með það. Svo eru það hinir sem eru að gera myndir sem eru nánast bara gerðar fyrir kvikmyndahátíðir. Örfáar þeirra fá reyndar ágætis aðsókn en allt of fáar samt. Mér finnst þetta dálítið varhugaverð þróun.“

Þorsteinn Guðmundsson Leikari

Ögrun miðaldra manns

Þorsteinn hefur áhuga á að sameina sálfræðina við uppistandið og segir húmor mjög gott verkfæri á mörgum stöðum samfélagsins. „Sálfræðin er framlenging á þeim pælingum sem ég hef verið í,“ segir hann. „Ég er mjög oft beðinn um að halda „alvöru“ fyrirlestra sem eiga ekkert endilega að vera fyndnir. Ég geri það eiginlega aldrei, vegna þess að ef að ég á að setja eitthvað fram af alvöru þá verður að vera eitthvað í það spunnið,“ segir hann. „Ég get ekki þóst vera einhver sérfræðingur en gæti alveg hugsað mér að verða það. Ég hef nú þegar lært fullt sem mig langar að koma á framfæri og með þessu námi hef ég kannski meira fram að færa en ég geri akkúrat í dag. Sálfræðin er vísindagrein og rannsóknir geta verið mjög áhugaverðar og skemmtilegar.
Það er vel hægt að nýta sér þetta í námskeiðahaldi og uppistandi, og ég hef í huga að nýta mér það þegar ég hef lært það. Ég ætla samt að gefa mér tíma í þetta nám og gera þetta af alvöru. Það er líka svo mikil ögrun fyrir 48 ára gamlan mann að setjast á skólabekk með súper kláru fólki,“ segir Þorsteinn. „Ég hef ekki setið á skólabekk síðan í leiklistarskólanum fyrir rúmum tuttugu árum. Ég var ekkert viss um að heilinn mundi funkera, en svo fer maður bara á stað. Þetta er allt spurning um áhuga. Ég hef fyrirmyndir eins og Eddu Björgvins sem er skemmtikraftur með BS í sálfræði, sem og konan mín sem var hárgreiðslukona en langaði að breyta til og dreif sig í nám og er í dag að klára mastersnám í lögfræði. Þetta eru mjög góðar fyrirmyndir,“ segir Þorsteinn.

„Það var álag á heimilinu og fjármálunum og svona ýmislegt, og ég var kominn á einhvern endapunkt. Ég var orðinn kvíðinn á miðvikudegi fyrir því að skemmta á föstudegi og það á ekki að vera þannig.“

Kvíðinn algengur í bransanum

„Sálfræðin er víðtækt hugtak og snertir alla og allt það sem fólk tekur sér fyrir hendur,“ segir Þorsteinn. „Þetta snertir alla. Þá sem ætla að létta sig, þá sem ætla að læra eitthvað, eru í samskiptum við annað fólk, þá sem eru í hjónabandi og þá sem eru ekki í hjónabandi og alla sem ætla sér eitthvað. Það er orðið mjög aðkallandi í skólakerfinu að fá stuðning fyrir krakka og þeir bíða kannski mánuðum saman eftir að fá greiningu og á meðan veit enginn hvað á að gera,“ segir hann. „Þetta er augljóslega verkefni sem þarf að takast á við, og reyna að gera það án einhverra hrossalækninga.
Ég fór til sálfræðings fyrir nokkrum árum og kannski kviknaði áhuginn þá,“ segir Þorsteinn. „Þá var ég búinn að vinna alveg skelfilega mikið,“ segir hann. „Það var álag á heimilinu og fjármálunum og svona ýmislegt, og ég var kominn á einhvern endapunkt. Ég var orðinn kvíðinn á miðvikudegi fyrir því að skemmta á föstudegi og það á ekki að vera þannig. Ég leitaði til Kvíðameðferðarstöðvarinnar og fór þar á námskeið í hugrænni atferlismeðferð, sem var öðruvísi en maður hélt. Ég fékk þar verkefni og mér fannst það virka,“ segir hann. „Ári seinna þá áttaði ég mig á því að ég var farinn að nota verkfærin sem ég fékk þar. Vegna þess að þetta virkar ekkert endilega strax. Þegar ég áttaði mig á því þá fór ég að gefa þessum hlutum meiri séns,“ segir Þorsteinn.
„Kvíðinn er mjög algengur í þessum skemmtanabransa. Það eru óreglulegar tekjur og alltaf einhver óvissa. Aðstæður á Íslandi eru líka þannig að maður þarf ekki að vera lengi í bransanum þegar maður er farinn að finna fyrir því að vera „old news“, kannski bara þrjú til fjögur ár. Það er líka ákveðin æskudýrkun hér á landi,“ segir hann. „Ekki bæta úr skák þessir þættir þar sem ungt fólk er teymt upp á svið til þess að syngja og einhverjir dómarar ljúga því að þau geti orðið stjörnur. Hver getur verið að segja þetta? Margir blautir á bak við eyrun og aðrir ekki. Ef þú vilt verða söngvari á Íslandi, viltu þá ekki kynna þér hvernig það starf er? Það er í mörgum tilvikum launalaust, en það er hægt að slá kannski upp jólatónleikum ef þú vilt peninga. Þú færð tugi þúsunda spilana á netinu og færð sendan fimmþúsundkall, ef það nær því,“ segir hann.
„Sem betur fer eru aðstæðurnar betri í uppistandinu, því þar byggist þetta á því að mæta á staðinn en ekki selja plötur. Samt sem áður finnst mér við þurfa að hugsa um hvort þetta séu aðstæðurnar sem við viljum búa að listamönnum? Það sem við þurfum að gera er að stíga út úr þessu og hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Þorsteinn Guðmundsson uppistandari.

The post Drukkið fólk er ekki með húmor appeared first on Fréttatíminn.

Ég er 26 ára – ég veit ekkert!

$
0
0

Fyrsta skáldsaga Evu Magnúsdóttur kom út á dögunum. Lausnin nefnist hún og fjallar um unga konu sem lætur líf sitt í hendur meðferðarstöðvarinnar Lausnarinnar gegn loforði um hamingju. Eva býr ekki á Íslandi, hefur raunar aldrei búið hér og er nú á flakki um Evrópu á leið til Íran og lifir á einni evru á dag.

 

Það er hægara sagt en gert að ná sambandi við Evu Magnúsdóttur, hún er hvorki með fartölvu né snjallsíma með sér á flakkinu en kemst í netsamband einu sinni á dag og fæst eftir nokkrar fortölur til að svara nokkrum spurningum um sjálfa sig og bókina.

Fyrsta spurningin snýst auðvitað um þig sjálfa: Hver ertu, hvað ertu gömul, hver er bakgrunnur þinn?
„Ég er 26 ára núna, 27 bráðum. Foreldrar mínir kynntust á skemmtiferðaskipi á Miðjarðarhafinu og ári síðar fæddist ég. Pabbi er norskur og mamma íslensk, ég er uppalin hér og þar í Noregi, aðallega í Osló. Foreldrar mínir skildu, ég bjó áfram með mömmu í Noregi og Hollandi en hef verið mikið á Íslandi, alltaf átt vini á Íslandi og heimsótt þá og þeir mig. Fengið jólabókaflóð sent í kössum í desember frá ömmu. Menntaskóli í Osló, háskóli í Suður Frakklandi þar sem pabbi býr, byrjaði í landbúnaðartækni og ætlaði að fara í vínrækt eins og pabbi en entist ekki, var í París síðasta ár í heimspeki, svo bókmenntafræði.“

Hvers vegna ertu Magnúsdóttir ef pabbi þinn er norskur?
„Pabbi heitir Magnus, en Forlagið vildi bæta við kommu fyrir ofan til að enginn áliti það vera innsláttarvillu eða eitthvað.

Þú talar og skrifar mjög góða íslensku, hefurðu aldrei búið á Íslandi?
„Ég hef stundum búið á Íslandi svona þriðjung úr ári en veturinn þar er allt of dimmur fyrir mig. Varðandi tungumálið þá er ég auðvitað uppalin næstum alfarið af mömmu og við tölum aldrei annað en íslensku og lesum lítið annað nema þá helst norsku og dönsku.“

Fær borgað fyrir að ímynda sér

Bókin er dálítil ádeila á allar þessar hjálparstofnanir fyrir fólk með gervivandamál, hefur þú slæma reynslu af þeim?
„Ég er ekki viss með ádeiluna, en það eru að minnsta kosti hlægilegar hliðar á öllu. Ég veit hvað þú átt við með gervivandamál en hversu fábjánaleg sem orsök málanna er geta þau verið vandamál fyrir því. Karli sem líður illa yfir rústi einhverra ídóla sinna í enska boltanum líður kannski jafn illa og öðrum sem nær honum ekki upp, þótt fótbolti sé auðvitað bara í gamni. Það mætti alveg eins snúa því við og segja að manneskja sem hefur fengið greiningu á vandamáli sé í góðum málum. Ég hef verið með kvíðaröskun frá því ég var krakki og það er ákveðinn lúxus að hafa nafn á því, vinir mínir sem hafa slubbast um í veseni frá því þeir voru unglingar og líður oft illa og aldrei sérstaklega vel eiga miklu meira bágt en ég.“

Aðalpersónan, Lísa, vinnur sem blaðamaður á Nýju lífi. Hefurðu unnið sem blaðamaður sjálf?
„Nei, ég þekki það ekki. Vinkona mín hefur unnið á héraðsblaði í Norður Noregi, sem er varla svo ólíkt því sem gerist á Nýju lífi. Svo ímynda ég mér restina, fyrir það fær maður víst borgað sem rithöfundur!“

Finnst þér fólk um fertugt í dag sem hefur það gott í lífinu vera sjálfhverft og í litlum tengslum við raunveruleg vandamál í samfélaginu?
„Ætli fólk sé ekki bara mestanpart svipað, á hvaða aldri sem það er eða hvaða kynslóð það tilheyrir? Ég er ekki enn orðin 27 ára og veit svo sem ekkert en mér sýnist við öll vera í sama pakkanum, reynum að gera vel og mistekst, reynum aftur og gerum örlítið betur og svo deyjum við. Þessi aðalpersóna mín er ekkert byggð á heimildavinnunni úr Öldinni okkar eða 20 ára útskriftarriti menntaskólanna. Hún er eins og ég nema vandræðin á henni eru minni, svo bæti ég við einhverjum barneignablús sem ég hugsa að ég fái í hausinn upp úr þrítugu. Vinkonur mínar munu allar yfirgefa mig fyrir börnin sín, það er hrikalegt.“

Fékk ekki leyfi hjá Sollu

Allar staðsetningar í bókinni eru mjög nákvæmar og engin tilraun gerð til að breyta nöfnum á börum, veitingastöðum o.s.frv., en svo koma inn sambýli í Hafnarfirði og túristadótsverksmiðja, á það sér raunverulegar fyrirmyndir?
„Ég hef komið á sambýli. Ég geri ráð fyrir að Kaldi sé ennþá á sínum stað og Ölstofan, og ég þekki auðvitað lundabúðirnar með túristadraslinu sem hafa tekið yfir miðbæinn í Reykjavík, það hlýtur að vera eitthvað svettsjopp í Hafnarfirði sem framleiðir draslið, er það ekki?“

Þú væntanlega veist að það er til raunveruleg hjálparstöð, fjölskyldumiðstöð, sem heitir Lausnin. Kom aldrei til greina að breyta nafninu á fyrirtækinu í bókinni til að fólk færi ekki að tengja þarna á milli?
„Nei, ég vissi það ekki, því miður. En bókin hefur ekkert með þau að gera. Þessi samtök skilst mér að díli við meðvirkni og gangi þeim vel. Það eru margs kyns lausnir.“

Lísa er ekki mjög sympatísk persóna, manni finnst hún eiginlega eiga skilið allt sem fyrir hana kemur, var það með vilja gert?
„Ég spáði lítið í sympatíu hennar. Það er samt ákveðið svindl finnst mér, að draga upp mynd af persónu sem á í vandræðum með líf sitt og hafa hana allan tímann sympatíska. Fólk sem þjáist er yfirleitt mjög leiðinlegt við aðra og frekt og þurfandi og grimmt. Framan af sögu er Lísa léleg við alla sem hún elskar og veit það, hún vill laga það og grípur allt sem gefst, nýstárleg aðferð Lausnarinnar lofar henni öruggri, varanlegri hamingju og hver myndi neita því?“

Þjóðþekktar persónur koma fyrir í bókinni en mest áberandi af þeim er Solla í Gló, hvað segir hún um það að vera orðin persóna í skáldsögu?
„Ég fékk ekkert leyfi hjá henni svo sem. En ef ég má sitja hjá henni á Grænum Kosti hlýtur hún að mega vera í sögunni minni. Ég þekki hana ekki neitt en ég held hún hljóti að vera fín manneskja, annað en hæstvirtur, sjálfhverfur ráðherra, Sighvatur Björgvinsson.“

Mun neita öllum verðlaunum

Og aftur að sjálfri þér, þú segist „loksins“ vera komin í nám í bókmenntafræði, er það gamall draumur?
„Já algjörlega. Og neyðarúrræði. Ég var í ár í landbúnaðarskóla hjá Toulouse, þar sem pabbi minn er með vínrækt. Ég ætlaði að láta það ganga en nennti því ekki á endanum. Plöntur eru yndislegar og blíðar og mjúkar en sýrustigið á þeim er leiðinlegt. Hvað varðar bókmenntafræðina þarf ég að átta mig betur á fræðahlutanum en skáldskapur hefur verið það eina örugga og góða í lífi mínu, það eina sem ég hef elskað af einhverri staðfestu frá því ég man eftir mér.“

Stíll bókarinnar og bygging bera með sér að þú sért enginn nýgræðingur í skriftum. Hefurðu verið að skrifa lengi?
„Ég hef skrifað dagbækur frá því ég var unglingur, eina á dag. En mér datt aldrei í hug að verða rithöfundur, enda er ég enginn rithöfundur, ég mun að minnsta kosti neita öllum verðlaunum sem bjóðast. Það er ekkert starf að vera rithöfundur, maður skrifar bara eða ekki. Fyrir ári síðan varð ég bara svo leið á sjálfri mér í dagbókunum að ég svissaði yfir í þriðju persónu, svo urðu til einhverjar senur og ég hugsaði af hverju ekki að skrifa eitthvað skemmtilegt og fá fólk til að hlæja og gráta svo mér fyndist ég ekki vera alein í því, ætli það sé ekki skásta útgáfan.“

Lifir á einni evru á dag

Hvað ertu að gera núna og hvað er framundan?
„Ég er á leiðinni út úr Frakklandi með vinkonu minni, hratt og örugglega. Ég er nýhætt í sambandi með leiðinlegum Frakka í svokallaðri höfuðborg þeirra, bókmenntanámið var nýbyrjað en ég gat breytt því í fjarnám og farið burt. Stefnan er í gegnum Þýskaland, yfir Alpana og til Íran. Við förum á puttanum og fylgjum reglunni um eina evru í eyðslu á dag og bara konur mega bjóða okkur í glas, þá þarf maður að vera skemmtilegur í alvöru, ekki bara brosa og kinka kolli eins og vanviti.“

Hvernig er hægt að lifa á einni evru á dag?
„Ein evra á dag er auðvelt enn sem komið er. Við notum sófakrass til að gista, vinkona mín er i Bahaí-trúflokknum sem hýsa okkur líka ef með þarf. Ruslagámar eru fullir af mat. Með hjálp netsins má líka finna hostel þar sem túristar skilja eftir afgangsmat í ísskápum sem aðrir gestir mega svo elda, maður segir næturvörðum bara að maður sé á leið inn til sín og fer svo og eldar sér. Vatn er alls staðar og svo eru það auðvitað kastaníuhneturnar. Það er kastaníuhnetutími í Suður Evrópu núna, þær detta af trjánum, liggja út um allt, eru hollar og kosta ekki neitt.“

Ertu komin af stað með nýja skáldsögu
„Ég er að skrifa ferðasögu. Dagbækur eru ferðasögur.“

 

The post Ég er 26 ára – ég veit ekkert! appeared first on Fréttatíminn.

Sveitin sem lagði fram hjálparhönd

$
0
0

Í ár eru liðin 30 ár frá því Philharmonia Orchestra, undir stjórn Vladimirs Ashkenazy, hélt tónleika í Royal Festival Hall í London til þess að safna fyrir tónlistarhúsi Íslendinga. Meðal gesta á tónleikunum árið 1985 voru frú Vigdís Finnbogadóttir, Karl prins af Wales og lafði Díana og gaf hljómsveitin allt fé sem safnaðist til byggingar tónlistarhúss á Íslandi. Ári fyrr hafði Philharmonia verið fyrsta breska sinfóníuhljómsveitin til að leika hérlendis, á tvennum tónleikum í Laugardalshöll, en eftir ferðina þótti ljóst að þörf væri á góðu tónleikahúsi á Íslandi. Philharmonia Orchestra átti verulegan þátt í því að af byggingu Hörpu varð og því er mikið fagnaðarefni að bjóða hljómsveitinni heim í Eldborgarsal Hörpu, nú á fimmta starfsári hússins. Tónleikarnir verða tvennir. Sunnudaginn 18. október og mánudaginn 19. október. Með sveitinni leikur píanóleikarinn Daniil Trifonov.

Philharmonia Orchestra er með réttu kölluð þjóðarhljómsveit Breta. Hvar sem sveitin kemur fram spilar hún af sama metnaði og þegar hún leikur í Lundúnum eða einhverjum af glæstustu tónlistarsölum heims. Árið 2015 fagnar hljómsveitin 70 ára afmæli sínu. Hún heldur yfir 160 tónleika á ári hverju, auk þess að taka upp tónlist fyrir kvikmyndir, tölvuleiki og geisladiska. Philharmonia Orchestra hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein fremsta hljómsveit heims og frumkvöðull í bresku tónlistarlífi. Upptökur Philharmonia Orchestra eru rómaðar og hljómsveitin leiðandi hvað varðar gæði flutnings, nálgun við áheyrendur, tónleikaferðir, tónlistarfræðslu og notkun nýrra miðla til þess að ná til áheyrenda um heim allan.
Hljómsveitin starfar með mörgum af eftirsóttustu listamönnum heims og ber þar fyrst að nefna stjórnandann og listræna ráðgjafann Esa-Pekka Salonen. Það á sinn þátt í því hvílíkan heiðurssess Philharmonia Orchestra skipar í breskri tónlist. Stjórnandi sveitarinnar er Jakub Hrusa, sem fæddist í Tékkóslóvakíu og í tímaritinu Gramophone er hann sagður „jaðra við að vera snillingur“. Hann hefur verið tónlistarstjóri og aðalstjórnandi PKG, Prag-fílharmóníunnar, frá 2009. Hann er einnig aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Tókýóborgar (TMSO) og framlengdi nýverið samning sinn við sveitina til ársins 2018.
Rússneski píanóleikarinn Daniil Trifonov hefur náð undraskjótum frama, þökk sé óviðjafnanlegri tækni og næmri tjáningu. Síðasta vetur lék hann í fyrsta sinn með sinfóníuhljómsveitum í Atlanta, Dallas, Seattle, Toronto og Vín, auk þess að leika aftur með New York Philharmonic, Chicago Symphony, Cleveland Orchestra, National Symphony í Washington og Philharmonia Orchestra í Lundúnum. Hann fór í tónleikaferð um Japan með Mariinsky-hljómsveitinni, ferðaðist um Bandaríkin með fiðluleikaranum Gidon Kremer og hélt einleikstónleika í rómuðum tónleikasölum á borð við Royal Festival Hall í Lundúnum, Opera City í Tókýó, Théatre des Champs Elysées í París og, þriðja árið í röð, í Carnegie Hall í New York. Sem fyrr ferðast Philharmonia vítt og breitt um heiminn. Í sumar lék hún m.a undir stjórn Vladimir Ashkenazy á tónleikaferð um Kína, sem og í Þýskalandi og Prag undir stjórn Christophs Von Dohnányi, áður en sveitin hélt til Íslands í fyrsta sinn í 30 ár.
Á efnisskránni verða forleikurinn úr The Bartered Bride eftir Smetana. Píanókonsert nr. 2 eftir Sergei Rachmaninov og Sinfónía nr. 7 eftir Dvorák. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 bæði kvöldin.

The post Sveitin sem lagði fram hjálparhönd appeared first on Fréttatíminn.

Hlýtur eldskírnina í Mávinum

$
0
0

Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld, föstudagskvöld, leikritið Mávinn eftir rússneska leikskáldið Anton Tsjékov. Mávurinn er talið eitt besta leikrit allra tíma, gamansamt og alvarlegt í senn. Verkið fjallar um lífið sjálft, en þó einkum um líf í listum, ástir og ástleysi. Símon elskar Maríu, María elskar Konna, sem elskar Nínu, sem elskar rithöfundinn sem elskar bara sjálfan sig. Með hlutverk Nínu í uppfærslu Borgarleikhússins fer hin unga og efnilega Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Þetta er hennar fyrsta hlutverk eftir að hafa útskrifast úr Listaháskólanum í vor.

„Ég er furðulega róleg, en um leið líka spennt,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir þegar hún er spurð út tilfinninguna í frumsýningarviku. „Ég vona að það viti á gott samt. Fyrsta forsýningin var á miðvikudaginn og mér fannst það ganga bara vel,“ segir hún. „Ég hitti samt engan eftir sýninguna og þekki engan sem var á henni svo ég er ekkert búin að heyra hvað fólki fannst. Þetta er fyrsta hlutverkið mitt eftir útskrift og þetta er mín eldskírn í leikhúsinu,“ segir hún.
„Aðlögunin hefur gengið vel og það er rosalega góður andi í Borgarleikhúsinu,“ segir Blær, eins og hún er kölluð, sem einnig er meðlimur í rappsveitinni Reykjavíkurdætur. „Ég þekki nú þegar svo marga sem vinna þarna. Helmingurinn af Reykjavíkurdætrum er að vinna þarna og svo erum við þrjú úr bekknum mínum í Listaháskólanum sem fengum vinnu þarna, ásamt mörgu fólki sem ég þekkti fyrir svo þetta er bara allt saman mjög notalegt,“ segir Blær. „Ég fór í smá rannsóknarvinnu þegar ég undirbjó mig fyrir þetta hlutverk. Ég fór að skoða hvernig fólk hugsar og slíkt. Fór til Malmö sem var mikil rannsóknarvinna og svo lærði ég smá að húlla,“ segir hún.
Leikritið var frumsýnt í Alexandra-leikhúsinu í Moskvu árið 1896 og er þetta er í fyrsta sinn sem Mávurinn er sýndur á fjölum Borgarleikhússins. Verkið var áður sýnt í Iðnó árið 1971 og í Þjóðleikhúsinu fyrir næstum aldarfjórðungi. Blær segir uppfærsluna í dag vera staðfærða og því sumu breytt til þess að færa það til nútímans. „Verkið fjallar um alveg svakalega margt,“ segir hún. „Það er verið að fjalla um list og listamanninn og manneskjuna á bak við hann. Einnig er þetta um samskipti fólks. Samskipti ungra við þá eldri, samskipti kynjanna og þeirra við samfélagið. Yfirskriftin er samt fólk í listum, það er kannski munurinn á þessu verki og öðrum úr hans fórum. Verkið er auðvitað rúmlega 100 ára gamalt og þess vegna var því aðeins breytt svo það eigi heima í nútímanum,“ segir Blær. „Það er ýmislegt sem var tekið út, en annað sem var sett inn í staðinn. Ekkert sem tengist tilfinningum persónanna, heldur frekar það sem viðkemur textanum sjálfum,“ segir hún.
Mávurinn er ekki það eina sem Blær er að vinna við í vetur því í desember frumsýnir hún Njálu í Borgarleikhúsinu, sem er jólasýning leikhússins. Eftir áramót verður hún svo í Mamma Mía og mun einnig hoppa inn í Línu langskokk þess á milli. „Það er bara verið að nýta mann í sem flest, sem er frábært,“ segir hún. „Það er akkúrat það sem maður vill vera að gera. Gera sem mest,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir leikkona.

The post Hlýtur eldskírnina í Mávinum appeared first on Fréttatíminn.

Þarmar með sjarma á toppnum

$
0
0

Lítið fer fyrir íslenskum skáldverkum á metsölulista Eymundsson þessa vikuna, eina íslenska skáldsagan á listanum er Hundadagar Einars Más Guðmundssonar sem situr í 4. sæti listans.
Í fyrsta sæti trónir bókin Þarmar með sjarma eftir Giulia Enders, í öðru sæti er Hrellirinn eftir Lars Kepler og í því þriðja situr litabókin Íslensk litadýrð eftir Elsu Nielsen.
Endurminningar Sölva Sveinssonar, Dagar handan við dægrin, er í fimmta sæti, Stúlkan í trénu eftir Jussi Adler Olsen í því sjötta, Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðs í sjöunda og barnabókin Grimmi tannlæknirinn eftir David Walliams í því áttunda. Niceland Kristjáns Inga Einarssonar er í níunda sæti og Café Sigrún, matreiðslubók Sigrúnar Þorsteinsdóttur, í því tíunda.

 

The post Þarmar með sjarma á toppnum appeared first on Fréttatíminn.

Viewing all 599 articles
Browse latest View live